Stórafmæli Hjalta Jóhannessonar

Hjalti Jóhannesson (til hægri) og Gísli Geir Harðarson (til vinstri).
Hjalti Jóhannesson (til hægri) og Gísli Geir Harðarson (til vinstri).

Laugardaginn 5. nóvember var haldið upp á 90 ára afmæli okkar ástkæra stórsafnara Hjalta Jóhannessonar með pompi og prakt. Gísli Geir Harðarson formaður Landssambands Íslenskra Frímerkjasafnara (LÍF) hélt stutta ræðu og fór yfir safnaraferil Hjalta og renndi svo yfir áhugaverða hluti í safninu en uppboðsfyrirtækið www.safnari.is mun sjá um sölu þessa víðfræga safns í byrjun næsta árs.