Póstkortafyrirlestur - Bengt Bengtsson

Bengt Bengtsson frá Svíðjóð og formaður Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara Gísli Geir Harðarso…
Bengt Bengtsson frá Svíðjóð og formaður Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara Gísli Geir Harðarson.

Í tengslum við landsþing LÍF var spennandi fyrirlestur um póstkortasöfnun. Fjallað var um uppbyggingu  póstkortasafna og eins  um þær reglur sem dæmt er eftir á sýningum. Fyrirlesari var Svíinn Bengt Bengtsson sem er reynslumikill dómari á Frímerkja-og póstkortasýningum sem og reyndur safnari og traustur Íslandsvinur. Við þetta tækifæri var Bengt sæmdur silfurmerki Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara fyrir sitt ötula og óeigingjarna starf fyrir íslenska frímerkjasafnara um langt árabil. Takk Bengt.