Nordia 2023

Sýningarnefnd Nordia 2023 að störfum. Ljósm. Brynjólfur
Sýningarnefnd Nordia 2023 að störfum. Ljósm. Brynjólfur

Nú fer NORDIA 2023 að skella á, nánar tiltekið 2. -4. júní 2023. Hún kemur til með að fara fram í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. Er hér um að ræða stóra samnorræna frímerkjasýningu sem haldin er á 5 ára fresti. Meðfylgjandi er mynd af sýningarnefndinni að "störfum". Nefndin óskar eftir sjálfboðaliðum til að setja sýninguna upp dagana 30. maí til 1. júní. Þeir sem sýna dugnað verður boðið á kvöldverð á laugardeginum 3. júní. Við vonumst til að sjá sem flesta.