Kvöldið hans Halls

Jahérnahér, nú sagði Hallur eitthvað sem fékk menn til að lúta höfði og íhuga.
Ekki óalgengt.
Jahérnahér, nú sagði Hallur eitthvað sem fékk menn til að lúta höfði og íhuga.
Ekki óalgengt.
Nú hófst félagsstarfið aftur hjá FF eftir sumarfrí.
Fyrsti fundur vetrarins var haldinn fimmtudaginn 24. október, kl. 20:00, í Síðumúla 17.
Hallur Þorsteinsson sagði frá norrænu frímerkjasýningunni Nordia 2019 í Noregi.
Það var ósk stjórnarinnar að ekki yrði útilokað að aðrir félagsmenn, sem fóru á sýninguna í ágúst, mundu segja frá sinni upplifun, þ.e.a.s. ef Hallur hleypti þeim að.
Sú varð reyndar raunin að mjög takmörkuðu leyti. Í erindi Halls kom það helst fram að hótelið hafi verið gott og maturinn rúmlega frábær.
Eftir kaffihlé, í umsjón Árna Gústafssonar eins og venja er til, var svo uppboð í boði uppboðsnefndar með 55 númerum.
Formaður uppboðsnefndar Hallur Þorsteinsson var skeleggur að vanda.