Íslenskt frímerki fór á 285 þúsund

Morgunblaðið 13. september 2021:

Íslensk­ur safn­ari festi í gær kaup á frí­merki fyr­ir 285 þúsund krón­ur á upp­boðsvefn­um Safn­ari.is.

Þetta staðfest­ir Gísli Geir Harðar­son, einn af eig­end­um vefjar­ins. Frí­merkið er ís­lenskt og tel­ur Gísli það vera frá því í kring­um árið 1895.

Hann seg­ir frí­merkið ekki vera merki­legt sem slíkt, held­ur stimp­il­inn sem er á því. Um er að ræða sjald­gæf­an kór­ónustimp­il sem var notaður í Reyk­holti í Borg­ar­f­irði og aðeins eru til þrjú önn­ur þekkt ein­tök með hon­um.

Frí­merkið er dýr­asti ein­staki hlut­ur sem hef­ur verið seld­ur á vefn­um síðan hann hóf göngu sína í maí síðastliðnum. Gísli Geir seg­ir viðtök­urn­ar hafa verið frá­bær­ar og nefn­ir sem dæmi að póst­kort hafi farið á upp und­ir 40 þúsund krón­ur stykkið. Söfn­un hafi al­mennt blómstrað sem „skemmti­leg inni­hobbý“ á meðan á veirufar­aldr­in­um hef­ur staðið og að bæði inn­lend­ir sem er­lend­ir safn­ar­ar hafi látið að sér kveða.

„Ég vil hvetja fólk til að skoða hvað það er með og leita ráðgjaf­ar ef það held­ur að það sé með eitt­hvað svona því það er mik­il eft­ir­spurn eft­ir góðum hlut­um og það eru mjög góð verð í gangi,“ seg­ir hann.