Enn ein metsalan á SAFNARI.is

Í gær seldist þetta einstaka bréfspjald á enn einu metinu hjá SAFNARI.is.

Kortið var slegið á 1.595.000 sem gera 1.754.500 með 10% kaupþóknun.

Í lýsingu stóð:

HRAFNAGIL C1 mjög fallegur á 10 aura bréfspjaldi sendu til Þýskalands árið 1901. Leiðarstimplað í Reykjavík ásamt þýskum móttökustimplum á framhlið. Þetta spjald er annar einungis tveggja hluta sem þessi afar sjaldséði stimpill þekkist á (hinn er annað spjald sambærilegt þessu), stimpillinn er ekki þekktur á frímerki. Að okkar mati er þetta spjald meðal allra merkilegustu muna íslenskrar póstsögu.