Andlát: Ríkharður Sveinsson

Ríkharður Sveinsson. Ljósmynd Páll A. Pálsson
Ríkharður Sveinsson. Ljósmynd Páll A. Pálsson

Rík­h­arður var fædd­ur í Reykja­vík 28. des­em­ber 1966, son­ur þeirra Sveins Guðmunds­son­ar raf­magns­verk­fræðings, sem er lát­inn, og Ingrid Guðmunds­son versl­un­ar­manns, sem bjuggu í Reykja­vík. Rík­h­arður, sem var fimmti í röðinni meðal sex systkina, stundaði nám við Mennta­skól­ann í Hamra­hlíð og las eft­ir það þýsku við Há­skóla Íslands.

Rík­h­arður starfaði um ára­bil hjá Sýslu­mann­in­um í Reykja­vík og hafði þar með hönd­um ým­iss kon­ar skjala­vinnslu. Síðar vann hann í nokk­ur ár hjá Heklu hf. og sinnti þar marg­vís­legri skrif­stofu­vinnu og samn­inga­gerð. Frá 2008 starfaði Rík­h­arður á eig­in veg­um fyr­ir ýmsa lög­fræðinga og sinnti þá marg­vís­legri um­sýslu fyr­ir þá við upp­gjör, slit á búum og eigna­sölu. Þetta var aðalstarf hans síðustu árin.

Ríkharður var mikill safnari og sankaði að sér munum sem tengdust skák á Íslandi og þá sér í lagi frá heims­meist­ara­ein­víg­i Fischer-Spasskys sem haldið var á Íslandi 1972. Átti hann fjölda muna sem tengjast þeim sögu­lega at­b­urði. Þá lagði Rík­h­arður sig einnig eft­ir að eignast ís­lensk­ar mynda­sög­ur, ljóðabækur og póst­sögu­tengt efni eins og póst­kort­ og bréf­ sem tengdist vestfjörðum.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Rík­h­arðs er Jóna Kristjana Hall­dórs­dótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Hug­verka­stofu, og þau eiga son­inn Hall­dór sem er 16 ára og nem­andi í fram­halds­skóla. Auk þess er Rikki bróðir Sveins Inga Sveinssonar númerastimplasafnara. Við sendum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur.