2 nýjar bækur um heilpóst - Hálfdan Helgason

2 nýjar bækur um íslenskan heilpóst eftir Hálfdan Helgason, útgefandi Sigurður R. Pétursson.
2 nýjar bækur um íslenskan heilpóst eftir Hálfdan Helgason, útgefandi Sigurður R. Pétursson.

Nýlega eru komnar út 2 nýjar bækur um íslenskan heilpóst eftir Hálfdan Helgason.

Fyrri bókin, ÍSLENSK ALÞJÓÐA SVARMERKI kom út fyrr á þessu ári og er 80 blaðsíður litprentuð í A5 formi. Í henni er rakin saga alþjóða svarmerkja allt frá árinu 1906 og íslenskra frá 21. juní 1923, en það er fyrsta þekkta notkun á Íslandi.

Sú síðari, ÍSLENSKUR HEILPÓSTUR kom út í síðustu viku og er 246 litprentaðar síður í A5 formi, innbundin. Í henni eru Bréfspjöld - Spjaldbréf - Prentspjöld - Loftbréf frá upphafi 1879 til 2011. Mikill fróðleikur með prufuprentunum, afbrigðum, upplagstölum ofl. ofl. , afrakstur áratuga rannsókna af brennandi áhuga.

Bækurnar má nálgast hjá útgefanda:

Sigurði R. Péturssyni 898 2585

eða hjá Ísspor ehf. í Síðumúla 17.